http://www.52.is/


LP international Poland latinoamerica Iceland    Hafa samband            Notendur: 309 Virkir, 0 Skráðir inn - Klukkan er: 17:15

WSOP

Nýr á 52.is? Skráðu þig hér, ókeypis!
rss
Stórbokki
  viktorak, Feb 11 2015

Sælar,

Þar sem að Runi twitter king henti í eitt stórbokka blogg að þá ákvað ég að sjóða saman einn gucci graut líka.

Til að byrja að þá sattaði ég mig inn á stórbokka fyrir 35k á gullöldinni, þegar ég spilaði það satellite hafði ég ekki spilað live frá íslandsmótinu og þegar ég spilaði íslandsmótið að þá hafði ég ekki spilað live mót í ár eða frá íslandsmótinu árið á undan. Ég var hræddur um að ég væri verulega ryðgaður þegar ég mætti til leiks í stórbokkann en ég var drullu spenntur að byrja. Ég var með ákveðið gameplay sem ég ákvað að fylgja en þó var reiðubúinn að breyta því ef borðið var þess eðlis. Pælingin var að spila fyrstu 2 levelin súper rólega, calla mikið in pos og jafnvel limpa og reyna að nýta mér mistök annara postflop og gera sem fæst sjálfur. Það heppnaðist að mestu og var ég með um 400-450k þegar tvö level voru búin og það var samansafn af mörgum litlum pottum.

Ég ætlaði síðan að verða aðeins virkari og byrja að 3-betta og almennt spila meira aggró sem ég gerði en var þó ekki að bæta neitt af viti á stackinn fyrr en ég flattaði raise preflop með 6s4s gegn aggró spilara, fannst ég geta spilað þessa hönd gegn honum in pos og ég var með góðan stack, big blind flattaði líka þannig að við vorum þrír í höndinni. Floppið kom Ks7s2h, big blind checkar, preflop raiser checkar og ég bettaði svona hálfan pott, big blind callar og hinn foldar. Turn kom 9s, ég betta svona 55% af pottinum og hinn fór all-in sem var ekki nógu mikið í viðbót til að ég gæti foldað, höndin spilaðist þannig að hærra flush var meira en líklegt til að vera í range-inu hans, hann sýnir AsKd og river kom blank svo ég væri kominn í um milljón á þessum tímapunkti og með stærri stökkum í mótinu.

Stuttu eftir þessa hönd var ég færður um borð. Ég ætlaði að vera rólegur fyrstu hringina á borðinu og sjá hvernig borðið var að spila en í annari hönd fékk ég AdQc, utg opnaði pottinn og ég callaði, aðrir folduðu. Flop kom AsQdTc og preflop raiserinn c-bettar, ég re-raisa og hann callar, turn kom 4s, hann checkar, ég betta og hann callar aftur, river kom Ts, hann checkar og ég set fínt value bet og hann foldar. Næstu hönd á eftir fæ ég AsKd og opna utg+1, foldað að bb (sami spilari og í höndinni á undan) sem callar, flop kom Ad6s4c, hann checkar og ég tek svona 10-15 sek og betta svo fína upphæð, hann raisar stórt og skilur sig eftir með um pot size bet eftir, ég shippaði (mistök) og hann foldaði. Augljóslega átti ég að leyfa honum að hengja sig og gefa honum tækifæri á að shippa turn, en eins og ég sagði í upphafi bloggsins að þá er ryð í gamla . Næsta hönd á eftir (fjórða höndin mín á nýja borðinu) fæ ég Ad9d og opna (komið sjálfstraust í ykkar mann), makkarinn flattar late pos og ég því að spila out of pos með frekar marginal hönd gegn solid spilara. Allavega flop kom 9c4s3d, ég c-betta sterkt og makkarinn flattar, turn kom 7h, ég kíki á stakkinn hjá makkaranum og sá að hann átti um 300k eftir og potturinn orðinn svona 125k, ég ákvað að betta 88k og skilja hann eftir með um 200k en ég var handviss á þessum tímapunkti að ég væri með bestu höndina, ég var búinn að spila aggró síðan ég kom á borðið, ég er með aggró stimpil á mér og ég vissi að menn geta callað frekar light gegn mér. Makkarinn hugsar aðeins en callar á endanum, river kom Qs, ég tek svona 10 sek og set hann svo all-in, hann tankar í góða stund en callar á endanum og ég sýni Ad9d frekar kokhraustur og hann mökkar. Eftir þess hönd er borðinu mínu breikað upp og ég færður á borð með stærsta stakknum í herberginu á hægri hönd.

Á þessum tímapunkti er ég með 1,9m og hægri höndin með um 2,1m og vorum við tveir stærstu stakkarnir í herberginu. Blindar eru 8k/16k, ante 2k. Í þriðju hönd að þá opnar þessi umræddi big stack pottinn á button, hann setti í 45k, brósi í small blind foldar og ég kíki niður á höndina mína sem er QdQs, ég ákvað að 3-betta upp í 118k og hann flattar, flop kemur niður Ac7c4s og ég c-betta 137k, hann umhugsunarlaust setur 3 plötur út og einhvern chips með sem var samtals 320k, ég tankaði í góðan tíma áður en ég foldaði en í raun var bara ein hönd sem hann gat verið með þarna og beataði mig og það var AK, en ég foldaði þar sem ég var ekki tilbúinn að leggja tournament lífið undir, enda kannski óþarfi með minn stack, hann sýnir QcJc og tekur pottinn . Af hverju fæ ég ekki að vera með AA þarna!!

Það gerðist EKKERT á þessu borði meira sem er worth mentioning og var ég færður um borð og fór á borð með kisulóru, peningavél, skjálfta og fleirum og var ég spenntur að takast á við það, ég var þarna með um 1,7m, blindar 10k/20k - ante 3k og ég því í fínum málum. Ég tók niður nokkra pott og tapaði nokkrum og allir þeir pottar ekki nægilega stórir til að fá sinn stað í þessu bloggi. Eftir nokkra hringi á borðinu og ég var búinn að reyna að taka skjálftann út með As8d sem misheppnaðist að þá fékk ég 4s5s í late pos, kisinn opnar í 45k og ég flatta, aðrir folda, flop kom Ac3h9s, kisinn c-bettar 63k og ég flatta (floata með outs), turn kemur 7s og bættust því ansi mikið af outs við en þarna vantar mig 6, 2 eða spaða. Kisinn checkar og ég því nokkuð confident að bet taki pottinn niður og ég betta um 80k, kisinn hins vegar callar svo við fengum river, það kom niður 8s og ég því með flush, hausinn öskrar BINGÓ, kisinn checkar og ég betta 130k, kisinn hugsar áður en hann setur í 330k, ég þarf að kalla í þessari stöðu á móti honum en levelin voru orðin nokkur okkar á milli, ég calla allavega og hann sýnir AsKs og tók pottinn niður og ég dottinn niður í um 1m. Á þessum tíma var ég samt sem áður ekkert að stressa mig, átti nóg af chips til að leika með og fannst ég vera að spila mjög góðan póker.

Ég náði að vinna nokkra potta eftir þessa hönd gegn kisanum og var kominn í 1,6m þegar Haukur hafði farið all-in fyrir um 500k ef ég man rétt og ég kíki niður á KsKd og calla, hann var með AdJh, ég óska honum góðs gengis enda mikill fagmaður þar á ferð, ég var samt ekkert að vonast til þess að honum myndi ganga vel í pottinum. Borðin kom allavega niður Jd2s5c 4s3d og hann því með röð og ég kominn niður í 1m aftur og 17 eftir í mótinu, hefði ég tekið Haukinn út þarna hefði ég verið með yfir 2m og 16 eftir og ný sætaskipun, ég myndi segja að þetta væri svona vendipunkturinn hjá mér. Allavega það datt annar spilari út og því 16 eftir og ég byrja með rétt tæplega milljón á nýja borðinu mínu.

Í þriðju hönd að þá raisar Anika í 45k og Johnny Kef fer all-in fyrir um 800k, ég lít niður á AcKc og fer all-in yfir shippið, á aðeins meira eða rétt yfir 900k, Anika segist ekki geta foldað og fer all-in og coverar hún mig. Anika var með QdQc og Johnny Kef var með AdAs og ykkar maður því í ansi slæmum málum. Floppið kom JcTc5h og ég því með nokkur outs til að sjúga harkalega út og komast í næstum 3m þegar 14-15 væru eftir, turn kom hins vegar 7d og riverið var 5d og ég því út í 15.sæti og peningalaus.

Svona er víst pókerinn og ég fór sáttur heim, ég gerði 2 mistök að mínu mati í mótinu og er það ansi vel sloppið eftir svona langa pásu, síðustu hendurnar í mótinu spiluðust frekar sjálfkrafa imo. Ég vonast til að bloggið komi kannski einhverju af stað en ég henti í blogg útaf RT blogginu og væri gaman að fá eitthvað líf á síðuna þó það væri ekki mikið, bara nóg til að það sé ástæða að skoða hana að minnsta kosti einu sinni í viku. Ég og t4keMyCHIPS erum að fara til Vegas í sumar og langar mig að vera með blogg í þeirri ferð.

P.s. afsakið ef ég er eitthvað að klikka á blindum eða raisum en ég man þetta ekki alveg 100%*****1 votes

Athugasemdir (3)


Síðasta vikan
  viktorak, Jul 31 2012

Það hlaut að koma að því fyrr eða síðar að þessi ferð myndi enda og erum við nú að njóta síðustu vikunnar hérna úti.

Eftir síðasta update höfum við haldið áfram að spila á fullu. Stuttu eftir síðasta blogg fór ég og Örvar í 60$ turbo mót, það voru 55 spilarar sem tóku þátt og endaði ég í 2.sæti eftir að hafa tapað með KhQh vs KcQc í heads-up og fékk ég rétt rúma 700$ fyrir erfiðið, það voru 1080$ fyrir 1.sæti.

Daginn eftir fórum við í 235$ 20.000$ GTD á Ceasars hótelinu, ég datt út í 50.sæti af 127 spilurum með QQ vs. AK. Örvar komst alla leið í pening, hann lenti í 15.sæti og fékk 533$ fyrir það (það voru 15 paid). Við ákváðum að fara aftur í sama mót daginn eftir en ég þurfti að taka re-entrie eftir að ég bustaði með AA vs QQ í fyrstu hönd mótsins. Ég datt svo út með seinna buyinið með 99 vs 54o all-in á floppinu 4 7 8. Örvar náði að koma sér í stack en náði hins vegar ekki að komast í pening og datt út í 27.sæti af 110 spilurum.

Í gær spiluðum við 60$ turbo mót þar sem Örvar datt út í 9.sæti af 33 spilurum en ég choppaði 5-way með 2 bb's fyrir 300$.

Í dag ætlum við að kíkja í spa-ið og svo eigum við miða á sýninguna Jersey Boy's kl. 21:30 í kvöld.0 votes

Athugasemdir (0)


Las Vegas update
  viktorak, Jul 27 2012

Það eru komnir nokkuð margir dagar síðan síðasta blogg þannig ég ákvað að henda smá hérna inn.

Við erum búnir að vera að spila á fullu síðustu daga. Við fórum í 110$ turbo mót á Ceasars þar sem að Örvar lenti í 4.sæti og fékk 450$ fyrir það, ég komst ekki í money, ég fékk allavega buy-in back þar sem að Örvar cashaði en við erum alltaf með þann deal ef við spilum báðir sama mót.

Við fórum svo í 235$ deepstack mót á Ceasars þar sem 20.000$ GTD var, það voru 93 sem tóku þátt, Örvar datt út í kringum 50.sæti en ég í 27.sæti eftir frekar leiðinlegan cooler, það var 5.100$ fyrir 1.sæti.

Eftir þetta mót er ég búinn að liggja í leiðinlegum veikindum en hef ekkert látið það stoppa mig mikið og er bara búinn að vera að grinda cash game og Örvar hefur fylgt með í það á sama tíma. Það hefur gengið upp og ofan hjá mér en ég er samt upp eitthverja 500$ síðan ég datt í veikindi (droppaði samt sem áður 700$ í gærkvöldi).

Lengsta sessionið var í gær þar sem við spiluðum samfleytt án pásu í 12 tíma, Örvari var hins vegar boðið í headsup af gömlum manni (88 ára gamall, sem var með tæki sem hann þurfti að setja að hálsinum til þess að tala) og þeir fóru í 5$/10$ heads-up, það voru reyndar 2 random spilarar sem joinuðu það game en þeir bustuðu frekar fljótt á móti gamla manninum og Övari. Það var allt póker herbergið á South Point með annað augað á þessu headsupi en skv. floor manninum er þetta í annað sinn sem svo "stórt" game hefur farið af stað frá upphafi.Þið sem lesið þetta blogg gætuð haldið að Örvar ætti auðvelt með að taka pening af gamla manninum en það var hins vegar ekkert grín, Örvar náði engu momentum á móti honum þar sem að hann tankaði í 5-10 mínútur hverju sinni. Hann limpaði mikið button og átti Örvar erfitt með að fá action frá honum með bestu höndina. Eftir að þeir spiluðu í um 7 klukkutíma hættu þeir og Örvar endaði niður um 450$ og gamli maðurinn endaði upp um 2500$ (1000$ frá báðum random spilurunum sem joinuðu geimið.)

Næstu daga ætlum við að spila nokkur góð mót en við erum að horfa á 110$ turbo mót í kvöld á Ceasars, 300$ deepstack á Venetian á morgun, 100.000$ GTD (155$ mót) í gamla Vegas á Bicycle Casino, svo ætlum við að fara á Jersey Boys leikritið og allavega eina Cirque De Solei sýningu og mögulega Penn & Teller sýningu. Svo ætlum við að fara í dagsferð í Grand Canyon, Hoover dam og svo River rafting niður Colorado River.

0 votes

Athugasemdir (5)
Næsta síða


Höfundaréttur © 2019. 52.is Allur réttur áskilinn
Hafa samband Leiðarvísir